Eygló sagt upp í Skaftárhreppi

„Já, það er rétt. Ég er að hætta því það ríkir ekki traust um mín störf hjá meirihluta sveitarstjórnar, eða hjá þremur fulltrúum D og Z-lista. Ó-listinn, sem skipaður er tveimur fulltrúum stendur með mér,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps,

Slit á ráðningarsamningi hennar verða afgreidd á fundi sveitarstjórnar næstkomandi fimmtudag.

„Ég vil ekki nota orðið að ég hafi verið rekinn en það á greinilega að láta mig fara. Það ríkir ekki samstaða um mig, sem mér þykir mjög leiðinlegt því mér hefur liðið vel í Skaftárhreppi eftir að ég tók við stöðu sveitarstjóra í ágúst 2010,“ bætir Eygló við í samtali við Vísi, sem greindi fyrst frá málinu.

Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi, en segir mál Eyglóar verða tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi á fimmtudaginn.

Fyrri greinFlaug út fyrir veg
Næsta greinSelfoss úr leik í bikarnum