Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ákveðið að ráða Eygló Kristjánsdóttur sem fjármála- og skrifstofustjóra sveitarfélagsins.
Eygló er viðskiptafræðingur með viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu. Hún mun hefja störf fljótlega.
Eygló er kunn Skaftárhreppi, þar sem hún var áður sveitarstjóri en hún hefur undanfarin 10 ár verið fjármálastjóri hjá umboðsmanni skuldara.

