Eygló og Helga kvaddar

Kveðjuhóf var haldið í Ráðhúsi Árborgar í síðustu viku fyrir leikskólastjórana Eygló Aðalsteinsdóttur í Hulduheimum og Helgu Geirmundsdóttur í Jötunheimum

Þær eru báðar að fara á eftirlaun eftir áratuga farsælt starf í leikskólum sveitarfélagsins.

Í hófinu léku tveir nemendur í 4. bekk Sunnulækjarskóla á fiðlu, þau Óttar Pétursson og Hildur Tanja Karlsdóttir sem eru fyrrverandi nemendur í Hulduheimum.

Starfsfólk Jötunheima söng tvö lög við frumsaminn brag um Helgu. Nokkur ávörp voru flutt og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, og Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, færðu þeim Eygló og Helgu kveðjugjafir.

Fyrri greinJúlía Björns: Á lærdómsferðalagi
Næsta greinBærinn semur við myndlistarfélagið