Eygló og Helga kvaddar

Kveðjuhóf var haldið í Ráðhúsi Árborgar í síðustu viku fyrir leikskólastjórana Eygló Aðalsteinsdóttur í Hulduheimum og Helgu Geirmundsdóttur í Jötunheimum

Þær eru báðar að fara á eftirlaun eftir áratuga farsælt starf í leikskólum sveitarfélagsins.

Í hófinu léku tveir nemendur í 4. bekk Sunnulækjarskóla á fiðlu, þau Óttar Pétursson og Hildur Tanja Karlsdóttir sem eru fyrrverandi nemendur í Hulduheimum.

Starfsfólk Jötunheima söng tvö lög við frumsaminn brag um Helgu. Nokkur ávörp voru flutt og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, og Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, færðu þeim Eygló og Helgu kveðjugjafir.