Eygló með 770 þúsund í mánaðarlaun

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti ráðningarsamning við Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra, á fundi sínum í gær.

Samningurinn hljóðar upp á 770.000 króna mánaðalaun. Ferðakostnaður skal greiddur samkvæmt akstursdagbók og samkvæmt reglum Ferðakostnaðarnefndar ríkisins.

Komi ekki til endurráðningar Eyglóar við upphaf næsta kjörtímabils fær hún greidd biðlaun í fjóra mánuði eftir að fráfarandi sveitarstjórn lætur af störfum.

Sveitarstjórinn skuldbindur sig þó til að vinna allt að tvo mánuði af biðlaunatímanum án sérstakra greiðslna, eftir að ný sveitarstjórn tekur við, óski hún þess.

Fyrri greinSkemmdir unnar á fjórum bílum
Næsta greinStokkseyri og Árborg töpuðu