Eydís ráðin sveitarstjóri Flóahrepps

Eydís Þ. Indriðadóttir hefur verið ráðinn sveitarstjóri Flóahrepps frá og með 1. ágúst nk. Hún hefur starfað undanfarin ár á sviði sveitarstjórnarmála sem oddviti Ásahrepps.

Eydís hefur setið í skipulagsnefndum, skólanefndum, verið formaður Mennta- og menningarnefndar Suðurlands og átt sæti í stjórn Samtaka Orkusveitarfélaga á Íslandi. Hún er menntaður kennari og er með M.Sc. gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Eydís er búsett í Laufási í Ásahreppi.

Alls sóttu 38 manns um sveitarstjórastarfið í Flóahreppi.

Fyrri greinLíkfundur við Háöldu
Næsta greinKjalvegur varla ökufær