Eyþór tekur sæti í bæjarráði

Eyþór H. Ólafsson tekur sæti Guðmundar Þórs Guðjónssonar í bæjarráði Hveragerðis og Elínborg Ólafsdóttir situr nú í bæjarstjórn.

Nokkrar breytingar urðu í skipan nefnda og ráða í Hveragerðisbæ í síðustu viku eftir að Guðmundur Þór Guðjónsson óskaði eftir lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi af persónulegum ástæðum.

Eyþór tekur sæti Guðmundar í bæjarráði en Elínborg verður þar fyrsti varamaður og Aldís Hafsteinsdóttir verði annar varamaður. Eyþór verður einnig fulltrúi Hvergerðinga í Héraðsnefnd Árnesinga og Elínborg annar varamaður auk þess sem hún verður fulltrúi á ársþingi SASS.

Unnur Þormóðsdóttir er nú formaður bæjarráðs, Ninna Sif Svavarsdóttir fulltrúi í starfskjaranefnd, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir fulltrúi í stjórn Fasteignafélags Hveragerðis ehf og Róbert Hlöðversson varamaður.

Tillaga að þessari skipan var samþykkt samhljóða í bæjarráði í síðustu viku.

Fyrri greinFjöldi Selfyssinga í yngri landsliðum
Næsta greinVel tekið í áform um smávirkjun í Bláfelli