Eyþór hættir

Eyþór Arnalds, oddviti D-listans í bæjarstjórn Árborgar, hefur tilkynnt félögum sínum að hann verði ekki framboði í bæjarstjórnarkosningum í vor.

Þetta staðfesti Eyþór í samtali við Sunnlenska í gær. Eyþór segir að nú sé ágætur tímapunktur til að hleypa nýju fólki að, hann hafi verið oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn í átta ár og formaður bæjarráðs á yfirstandandi kjörtímabili.

Sjálfstæðisfélögin í Árborg hafa skipað kjörstjórn til að koma með tillögu um hvernig valið verði á listann, og eykur ákvörðun Eyþórs líkur á því að efnt verði til prófkjörs.