Eva Rut fékk fyrstu verðlaun í smásagnakeppni

Eva Rut á Bessastöðum ásamt Eliza Reid og Ólafi Jósefssyni, enskukennara í Hveragerði. Ljósmynd/Aðsend

Eva Rut Jóhannsdóttir, nemandi í 6. bekk Grunnskólans í Hveragerði, fékk fyrstu verðlaun í ensku smásagnakeppninni sem Félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir árlega.

Úrslitin voru kunngerð í síðustu viku og viðurkenningar afhentar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Smásagnakeppnin er haldin árlega og hefst hún á evrópska tungumáladeginum þann 26. september. Um er ræða landskeppni á meðal grunn- og framhaldsskóla landins.

Keppnin fer þannig fram að nemendur skrifa smásögur á ensku út frá einu orði, sem að þessu sinni var Danger. Orðið hitti greinilega í mark hjá nemendum í Hveragerði því metfjöldi smásagna barst en Hvergerðingar hafa verið duglegir að taka þátt í keppninni á undanförnum árum og átt fleiri en einn verðlaunahafa í gegnum tíðina.

Eva Rut fékk fyrstu verðlaun í flokknum 6.-7. bekkur og tók við verðlaununum úr hendi Eliza Reid, forsetafrúar, á athöfninni á Bessastöðum.

Fyrri greinÞekkt fyrir gott túnfisksalat
Næsta greinÁtta HSK met sett á MÍ í frjálsum