Eva Hrönn ráðin aðstoðarleikskólastjóri

Eva Hrönn Jónsdóttir.

Eva Hrönn Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Óskaland í Hveragerði.

Hún hefur góða reynslu og þekkingu af stjórnun í leikskóla þar sem hún hefur starfað sem aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Álfheima á Selfossi undanfarin átta ár.

Eva er leikskólakennari að mennt og hefur einnig lokið M.Ed gráðu í stjórnun menntastofnanna.

Fyrri greinSaman gegn sóun á Suðurlandi
Næsta greinTveggja metra bakvörður til Þórsara