Eva Björk leiðir D-listann í Skaftárhreppi

Eva Björk Harðardóttir í Efri-Vík leiðir D-lista Sjálfstæðismanna í Skaftárhreppi sem samþykktur var á fundi Sjálfstæðisfélags Vestur-Skaftafellssýslu á Kirkjubæjarklaustri í dag, 1. maí.

D-listinn bauð ekki fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum en nokkrir frambjóðenda hans í ár skipuðu L-lista Framsýnar í síðustu kosningum. Þeirra á meðal var oddviti L-listans, Þorsteinn M. Kristinsson, sem nú skipar heiðurssæti D-listans.

Listinn er þannig skipaður:
1) Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri.
2) Bjarki Guðnason, vélvirki.
3) Eyrún Elvarsdóttir, bankastarfsmaður.
4) Bjarni Bjarnason, bóndi.
5) Rannveig Bjarnadóttir, matráður.
6) Davíð Andri Agnarsson, húsasmiður.
7) Sveinn Hreiðar Jensson, hótelstjóri.
8) Páll Jónsson, lögfræðingur.
9) Sigurður Árnason, læknir.
10) Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglumaður.

Fyrri greinStrákarnir okkar: Viðar skoraði tvö
Næsta greinKrabbameinsdeild opnuð á HSu