Europris lokar

Verslun Europris á Selfossi verður lokað ásamt hinum þremur verslunum keðjunnar hérlendis en Europris hefur ákveðið að hætta smásöluverslun á Íslandi.

Þetta kemur fram í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag en þar segir ennfremur að Europris, sem er norsk verslunarkeðja, ætli að kveðja viðskiptavini sína með veglegri rýmingarsölu frá og með deginum í dag.

„Við þökkum afburðagóðu starfsfólki okkar, viðskiptavinum, samstarfsfólki og birgjum ánægjuleg samskipti síðasta áratug,“ segir í auglýsingunni sem undirrituð er af Matthíasi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Europris á Íslandi.

Fyrri greinHefnigjarnir búðarþjófar grunaðir
Næsta greinSveppir sendir í efnagreiningu