Esther kvödd eftir áratuga störf

Esther Óskardóttir, framkvæmdastjóri fjármála, á Heilbrigðisstofnun Suðurlands lét af störfum þann 30. nóvember sl. og af því tilefni var haldið kaffisamsæti á Selfossi til þess að kveðja hana og þakka samstarfið.

Esther hóf störf við stofnunina fyrir 33 árum og starfaði lengst af sem skrifstofustjóri en var sett í stöðu framkvæmdastjóra fjármála við Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá 1. janúar sl. til eins árs.

Hún hefur átt langan og farsælan feril sem stjórnandi. Fyrst hóf hún störf árið 1982 við Heilbrigðisstofnunina Selfossi sem launafulltrúi og var síðar ráðin sem skrifstofustjóri árið 1984 við sömu stofnun. Esther gegndi stöðu framkvæmdastjóra við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi tímabundið á árinu 1999 og síðan samfellt í tvö ár frá 2002 til 2004 eða þar til Heilbrigðisstofnunin á Selfossi og heilsugæslustöðvarnar á Suðurlandi voru sameinaðar í eina Heilbrigðisstofnun Suðurlands árið 2005. Esther hefur jafnframt verið staðgengill framkvæmdastjóra samhliða störfum sínum sem skrifstofustjóri.

Í frétt á heimasíðu HSu segir að að öllum öðrum ólöstuðum hefur Esther sett einstakan svip á HSu og störf hennar hafa einkennst af trúmennsku og jákvæðu hugafari.

Fyrri greinFréttir af veðri
Næsta greinHættustigi aflýst