ESA vill áætlun gegn hávaða á götum í Árborg

Eftirlitsstofnun Evrópu (ESA) hefur kallað eftir því að Ísland uppfylli skuldbindingar sínar við innleiðingu og framkvæmd tilskipunar um mat og stjórn á hávaða í umhverfinu.

Undir þetta falla vegir sem hafa ákveðið umferðarmagn, þar á meðal Austurvegurinn á Selfossi og Suðurlandsvegur þar sem hann kemur inn á Selfoss. Slíkt kallar á aðgerðaráætlun gegn hávaða í Árborg og hefur henni nú verið komið í ferli.

„Því þarf Sveitarfélagið Árborg og Vegagerðin, sem veghaldari, að gera grein fyrir því með hvaða hætti verður dregið úr umferðarhávaða á þessu svæði,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar aðspurð um málið. „Áform um færslu þjóðvegarins út fyrir bæinn hafa áhrif í þá veru, sömuleiðis fjölgun göngu- og hjólreiðastíga og bættar almenningssamgöngur,“ bætir Ásta við.

Fyrri greinHörður í ham gegn Hömrunum
Næsta grein„Ég er ógeðslega stoltur“