Erlent samstarf í blóma þrátt fyrir COVID-19

Nemendur og kennarar frá FSu í Salerno á Ítalíu. Ljósmynd/FSu

Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur undanfarin ár tekið þátt í Erasmus+ verkefninu Inclusion by sport and culture þar sem samband íþróttiðkunar og menningar var skoðað.

Verkefni sem þessi hafa opnað fjölmörgum nemendum aðgang að ólíkum löndum og fjarlægum menningarheimum. Farnar voru tvær ferðir, til Ítalíu og Tékklands, en því miður komst skólinn ekki í ferðina til Grikklands sem var hluti af verkefninu. Í ágúst 2021 endaði verkefnið á Íslandi. Þrátt fyrir að Covid hafi truflað verulega og lengt verkefnið um rúmlega ár var ákveðið að klára það með samantekt og menningarlegum ferðum um Ísland.

Aðspurð segir Eyrún Björg Magnúsdóttir umsjónarmaður erlends samstarfs við FSu það vera „þvílík forréttindi að fá að taka þátt í svona lærdóm með þessum krökkum og þvílíkur þroski og aukalærdómur sem þau öðlast í ferðunum. Nám leynist nefnilega víða.”

Hér má skoða nemendaverkefni úr verkefninu

Fyrri greinSjálfstæðismenn furðu lostnir
Næsta greinVerkfærum fyrir á aðra milljón króna stolið