Erlendur ferðamaður lést við Skógafoss

Erlendur ferðamaður á fimmtugsaldri lést vegna bráðra veikinda á útsýnispallinum við Skógafoss síðastliðinn mánudag.

Samferðamenn mannsins hófu endurlífgunartilraunir og björgunarsveitarmenn sem voru í Skógum þegar beiðni um aðstoð barst héldu endurlífgunartilraunum áfram. Síðan bættust við sjúkraflutningamenn, læknir og lögregla.

Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá rétt ókomin á staðinn og var lík mannsins flutt á Selfoss með henni.

Krufning hefur farið fram og bráðabirgðaniðurstaða bendir eins og áður sagði til bráðra veikinda.

Fyrri greinFimm sækja um Hveragerðisprestakall
Næsta grein„Eitthvað hljóp í veg fyrir bifreiðina“