Erlendur ferðamaður lést í Þjórsárdal

Erlendur ferðamaður lést í Þjórsárdal í dag. Neyðarlínunni barst tilkynning um alvarleg veikindi mannsins í sundlauginni í Þjórsárdal um kl. 14.

Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar en henni var hins vegar snúið við þar sem maðurinn var úrskurðaður látinn af lækni á svæðinu.

Um var að ræða erlendan ferðamann sem var einn á ferð hér á landi.

Fyrri greinMettímar í Laugavegshlaupinu
Næsta greinFjóla Signý varði titilinn