Erlendur ferðamaður lést í Landmannalaugum

Erlendur karlmaður á þrítugsaldri lést í Landmannalaugum snemma í morgun eftir að hafa veikst skyndilega.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn ásamt lögreglu- og sjúkrabíl frá Hvolsvelli en hálendisgæsla Landsbjargar var fyrir á svæðinu.

Útkallið barst kl. 3:45 en þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir tókst ekki að bjarga manninum.

Hann var á ferðalagi um landið ásamt þremur vinum sínum sem hefur nú verið boðin áfallahjálp.