Erlendir ríkisborgarar 6,7% af íbúafjöldanum

Þann 1. janúar sl. voru 1.307 erlendir ríkisborgarar búsettir í sveitarfélögum á Suðurlandi. Hlutfall þeirra er tæp 6,7% af íbúafjölda Suðurlands.

Eins og síðustu ár eru Pólverjar lang fjölmennasti hópurinn, 581 talsins eða 44% af heildarfjölda erlendra ríkisborgara á Suðurlandi. Pólverjarnir eru fjölmennastir í Ölfusi, 142 talsins en 121 Pólverji býr í Árborg.

Litháar og Þjóðverjar eru einnig fjölmennir á Suðurlandi, um 100 frá hvoru landi.

Ef litið er til einstakra sveitarfélaga er hlutfall erlendra ríkisborgara hæst í Hrunamannahreppi en rúm 14% íbúa hreppsins eru erlendir ríkisborgarar. Í Ölfusi eru rúm 13,8% íbúanna erlendir ríkisborgarar og rúm 10,2% í Bláskógabyggð.

Hlutfallslega fæstir erlendir ríkisborgarar búa í Skaftárhreppi, þeir eru þrettán talsins eða rúm 2,9%.

Fyrri greinUngfrú Suðurland: Bylgja Sif
Næsta greinRáða talmeinafræðing í hlutastarf