Erlendir ferðamenn slösuðust

Tveir erlendir ferðamenn slösuðust þegar fólksbíll þeirra valt á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða laust eftir hádegi í dag.

Farþeginn slapp með minniháttar áverka en ökumaðurinn hlaut höfuðáverka og beinbrot. Vegfarendur hlúðu að ökumanninum þar til lögregla og sjúkralið kom á staðinn. Fólkið var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Af ummerkjum má dæma að ökumaðurinn hafi misst bifreiðina út í kant og rifið hana aftur inn á veginn með þessum afleiðingum. Bifreiðin er ónýt.

Fyrri greinLandeyjahöfn líklega opnuð fyrir 1. apríl
Næsta greinHagaland kaupir slökkvistöðina