Erla ráðin leikskólastjóri í Vík

(F.v.) Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri, Nichole Leigh Mosty fráfarandi leikskólastjóri og Erla Jóhannsdóttir nýráðin leikskólastjóri. Ljósmynd/Mýrdalshreppur

Erla Jóhannsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra á leikskólanum Mánalandi í Vík í Mýrdal, frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Erla lauk B.ed. gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og hefur lagt stund á nám í sérkennslufræði og skóla margbreytileikans. Hún hefur margra ára reynslu af störfum á leikskóla, m.a. sem deildarstjóri, sérkennslustjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri í afleysingum við leikskólann Álfaborg í Reykholti í Biskupstungum.

Erla tekur við starfinu af Nichole Leigh Mosty, sem hefur látið af störfum frá og með síðustu mánaðarmótum.

Fyrri greinAðsetur Náttúruverndarstofnunar verður á Hvolsvelli
Næsta greinHeimakonur skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik