Erla ráðin aðstoðarleikskólastjóri

Erla Jóhannsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri leikskólans Álfaborgar í Reykholti í Biskupstungum og tekur formlega til starfa þann 6. ágúst næstkomandi.

Hún mun einnig sjá um sérkennslustjórn í leikskólanum.

Erla útskrifaðist frá Háskóla Íslands sem leikskólakennari árið 2011 og hefur starfað sem leikskólakennari og deildarstjóri síðan. Hún gerði hlé á leikskólastörfum og starfaði í Friðheimum 2017 til 2019.

Ekki hefur verið starfandi aðstoðarleikskólastjóri fyrr við Álfaborg.

Fyrri greinAuðbjörg sæmd fálkaorðu
Næsta grein„Annar hver maður með fullt af bitum“