Erilsamur sólarhringur hjá björgunarsveitunum

Mynd úr safni. Ljósmynd/Rúnar Ingi Gunnarsson

Síðastliðinn sólarhringur hefur verið nokkuð erilsamur hjá björgunarsveitum á Suðurlandi.

Í gær var óskað eftir aðstoð vegna bíls sem var fastur í Krossá og annað útkall barst vegna göngufólks sem var í vandræðum á Suðurlandi.

Í morgun var svo óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurlandi vegna mótorhjólaslyss og héldu björgunarsveitir á staðinn ásamt öðrum viðbragðsaðilum og var hinn slasaði fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.

Einnig er mannskapur við gæslu við eldgosið í Geldingadölum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Fyrri greinSjúklingar af Landspítalanum fluttir á HSU
Næsta greinHeiðrún Anna í 3. sæti á Íslandsmótinu