Erill hjá Selfosslögreglu

Nóttin var erilssöm hjá lögreglunni á Selfossi en fjölmenni var á tónleikum og dansleik Kótelettunnar við Hvítahúsið í nótt.

Mikið var um ölvun og slagsmál en lögregla býst ekki við að fá margar kærur inn á borð til sín eftir nóttina þar sem enginn slasaðist.

Tveir gistu fangageymslur vegna ölvunar og óspekta.