Erill hjá lögreglu á Bestu

Yfir 9.000 manns skemmtu sér vel á Bestu útihátíðinni á Gaddstaðaflötum við Hellu í nótt. Töluverður erill var hjá lögreglu vegna líkamsárása og fíkniefnamála.

Tuttugu til þrjátíu fíkniefnamál komu inn á borð lögreglu og tilkynnt var um fjölda líkamsárása. Engin alvarleg tilvik komu upp, en að sögn lögreglu var mikið um drykkjuskap en honum fylgja alls kyns verkefni sem þarf að sinna.

Lögregla segir hátíðarhöldin hafa almennt séð gengið vel fyrir sig, sérstaklega í ljósi þess hve margir voru samankomnir á svæðinu.

Fyrri greinLéttur leikur á Listasafninu
Næsta greinSungið á safnadeginum