Erill hjá lögreglu

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt. M.a. var ráðist á dyravörð í Hvítahúsinu og hann skallaður í andlitið.

Dyravörðurinn fór á slysadeild þar sem sauma þurfti níu spor í andlit hans.

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af mörgum vegna ölvunar og óláta í umdæminu og einn var yfirbugaður með varnarúða en sá var grunaður um þjófnað.

Fyrri greinEldur við Óskaland – Engin röskun á skólastarfi
Næsta greinNýársbrenna á Selfossi