Erill hjá Hvolsvallarlöggu

Mikil erill var hjá lögreglunni á Hvolsvelli í síðustu viku og um hvítasunnuhelgina.

Alls voru bókuð 130 mál í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.

Í vikunni voru 41 ökumenn stöðvaðir í umdæminu fyrir of hraðan akstur en daglegt átaksverkefni mun vera í allt sumar í samstarfi við ríkislögreglustjóraembættið. Sá sem hraðast ók í þessari viku var á þjóðveginum við Álftaver í Skaftárhreppi á 137 km hraða.

Þá fór lögreglan tvívegis í umferðareftirlit með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flogið var með þjóðveginum og hálendið kannað en hálendisvegir eru enn lokaðir fyrir umferð.

Fyrri greinÖlvaðir ökumenn í tveimur slysum
Næsta greinTveir Sunnlendingar á Special Olympics