Erfitt að koma gestunum út

Aðfaranótt gamlársdags komu lögreglumenn að skemmtistað í Þorlákshöfn sem reyndist opinn er klukkan var langt gengin fimm en staðnum hefði átt að vera lokað kl. 3.

Staðarhaldari bar því við að erfitt hefði verið að fá gesti til að yfirgefa staðinn þegar átti að loka klukkan þrjú. Gestir yfirgáfu staðinn mótþróalaust þegar lögreglumennirnir komu þar inn.

Leyfishafinn verður kærður fyrir að hafa veitingastaðinn opinn lengur en heimilt var.