Er ekki bara best að hittast og hafa gaman?

Frambjóðendur Framfarasinna í Ölfusi. Ljósmynd/Aðsend

Frambjóðendur X-B Framfarasinna í Ölfusi bjóða upp á ýmsa viðburði í vikunni. Í kvöld klukkan 19 verður bjúgnaveisla í Ingólfshvoli með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra.

Boðið verður upp á hrossabjúgu með öllu, trúbador verður á svæðinu og góð stemning. Þeir sem vantar far geta haft samband við frambjóðendur.

Á föstudag verður kosningaskrifstofan opin milli klukkan 15 og 18 og á laugardagsmorgun verður boðið upp á bröns á. kosningaskrifstofunni milli klukkan 11 og 14. Allir velkomnir og flottar veitingar.

Á sunnudag verður svo fjölskyldudagur XB Framfarasinna í Þorláksskógum þar sem gróðursett verður kl. 11-13. Boðið verður upp á grillaðar pylsur að gróðursetningu lokinni.

Nánari upplýsingar um viðburðina má sjá á heimasíðu framboðsins.

Fyrri greinRangæingar fylktu liði í stofngöngu FFRang
Næsta greinDýrmætasta auðlindin