Opið undir Eyjafjöllum

Björgunarsveitin Lífgjöf í Álftaveri stóð vaktina við lokunarpóst í Vík í gær. Vegurinn er búinn að vera lokaður síðan í gærmorgun. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

UPPFÆRT 13:20: Búið er að opna milli Skóga og Víkur. Enn er lokað milli Lómagnúps og Jökulsárlóns.

—–

Veglokunin á Suðurlandsvegi var í gærkvöldi færð frá Markarfljóti að Skógum, þannig að ennþá er lokað á milli Skóga og Víkur og svo aftur frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni.

Búist er við að nánari upplýsingar um lokunina milli Skóga og Víkur verði gefnar út um klukkan 10 og svo í hádeginu hvað varðar lokunina milli Lómagnúps og Jökulsárlóns.

Gul viðvörun er enn í gildi á Suðurlandi og verður til klukkan 11 en á Suðausturlandi er viðvörunin í gildi til klukkan 22 í kvöld.

Fyrri greinAnný og Gunnlaug stýra nýrri skóla- og velferðarþjónustu
Næsta greinHver hlýtur Eyrarrósina 2023?