Enn vex í Ölfusá

Ennþá er að vaxa í Ölfusá við Selfoss en rennslið í ánni var orðið rúmir 1.256 m3/sek nú klukkan eitt eftir miðnætti.

Eins og fram hefur komið er venjulegt meðalrennsli í þessu vatnsmesta fljóti landsins 380 m3/sek en rennslið í Ölfusá hefur fjórfaldast frá því fyrir viku síðan þegar það var 308 m3/sek.

Rennsli í Hvítá við Fremstaver hefur snarminnkað í kvöld og er nú rúmir 345 m3/sek en það varð mest 607 m3/sek síðdegis í gær. Þar hefur rennslið verið rúmir 91 m3/sek síðustu daga, áður en fór að flæða.

UPPFÆRT 27/2 KL. 01:29

Fyrri greinMikil umferð á bökkum Ölfusár
Næsta greinÖruggt hjá Selfyssingum í bragðdaufum leik