Enn skelfur Mýrdalsjökull

Vík í Mýrdal og Mýrdalsjökull. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Í morgun kl. 7:02 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,1 í vestanverðum Mýrdalsjökli.

Skjálftavirkni hefur verið í jöklinum síðustu daga en þann 9. mars mældust þar skjálftar af stærðinni 3,3, og 3,4.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að engin merki séu um gosóróa.

Fyrri greinHamar vann nágrannaslaginn – Hrunamenn töpuðu
Næsta greinKaren Helga til liðs við Selfoss