Enn skelfur Kötluaskjan

Í nótt klukkan 3:42 og 3:50 urðu tveir jarðskjálftar í norðanverðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli af stærð 3,2. Um tíu skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

„Við greinum engan gosóróa og líklega eru þetta jarðhitaskjálftar,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni í samtali við RÚV.

„Þetta er meira en í fyrra en þetta er tengt jarðhitavirkni og þetta er ekkert eins og það var árið 2011 þegar stóra hlaupið var í Múlakvísl,“ segir Einar.

Frétt RÚV