Enn hverfa hnakkar á Selfossi

Brotist var inn í hesthús við Norðurtröð á Selfossi í nótt. Þaðan var stolið meðal annars stolið hnökkum, reiðtygjum og brynningartæki.

Þarna var notað kúbein til að brjótast inn um læstar dyr í kaffistofu og hnakkageymslu.

Meðal þess sem var stolið voru tveir ágætir hnakkar, annar þeirra Hrímnishnakkur. Einnig voru tekin öll beisli úr húsinu og nokkrir hjálmar en þjófarnir skildu eftir barnahjálm og barnahnakk auk tveggja gamalla hnakka.

Einnig hurfi taumar og nýr pískur og tveir glænýjir, dökkgrænir brynningardallar. Einn eiganda hesthússins hafði samband við sunnlenska.is og hvetur hestamenn til að vera á varðbergi fyrir þeim sem eru að selja varning sem þennan.

Innbrotið hefur átt sér stað seint í gærkvöldi eða í nótt. Lögreglan á Selfossi rannsakar málið en mál sem þessi hafa verið algeng á Selfossi og í nágrenni í vor.