Enn hækkar í Ölfusá

Rennsli í Ölfusá er enn að aukast en það var tæpir 1.136 rúmmetrar á níunda tímanum í morgun. Meðalrennsli í ánni er 380 rúmmetrar.

Rennslið í Hvítá við Fremstaver náði hámarki klukkan rúmlega fimm í gær og frá því klukkan tvö í nótt hefur rennslið verið að minnka lítillega.

Búast má við að flóðið nái hámarki á Selfossi síðdegis í dag eða í kvöld en áin er bakkafull við Ölfusárbrú.

Auðsholtsvegur í Hrunamannahreppi er ennþá lokaður en vegurinn er fær dráttarvélum og stórum jeppum.

Fyrri greinBlómasalar á ferðinni á hálendinu
Næsta greinHvergerðingar með vífið í lúkunum