Enn finnst DDF við Steingrímsstöð

Enn í dag finnst skordýraeitrið DDT bæði í seti og jarðvegi við Steingrímsstöð og í Úlfljótsvatni.

Mikið magn af efninu var notað til að útrýma mývargi við byggingu virkjunar á árunum 1957 og 1958. Styrkur DDT efna er hins vegar lítill og hefur ekki haft varanleg áhrif á bitmý og annað vatnalíf.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Landsvirkjun lét vinna um notkun þrávirka lífræna varnarefnisins DDT á árunum 1957 og 1958. Í skýrslunni, sem unnin er af Verkís, er fjallað um DDT og greint frá löggjöf og umhverfiskröfum hér á landi og erlendis. Þá er gerð grein fyrir mælingum á DDT efnum í jarðvegi og seti og lagt mat á mengun svæðis við Steingrímsstöð og í Úlfljótsvatni og áhrif á lífríki.

Á meðan unnið var að byggingu Steingrímsstöðvar var að sumarlagi mikill mökkur af bitmýi við útfall Þingvallavatns, Efra Sog og á byggingarsvæðinu í Kaldárhöfðanum. Bitmýið gerði starfsmönnum verktakafyrirtækisins mjög erfitt fyrir við störf sín. Það varð jafnvel til þess að menn lögðu niður vinnu og erfitt reyndist að fá iðnaðarmenn til starfa við byggingu Steingrímsstöðvar sökum flugunnar.

Sýni voru tekin árið 2000, 2001 og 2011 í þeim tilgangi að mæla styrkur DDT-efna . Í ljós kom að hann er mjög lágur í gróðursýnunum og með öllu hættulaus dýrum.

Morgunblaðið greindi frá þessu

Fyrri greinKjúklingar féllu af flutningabíl
Næsta greinMeiðsli Murphy vendipunkturinn