Enn falla metin í Veiðivötnum

Aftur féll met í Veiðivötnum í 6. viku. Veiði í 5. og 6. vikum er sú besta í þessum vikum síðan skráningar hófust.

Í 6. viku veiddust 2.114 fiskar. Flestir komu á land úr Litlasjó, 651 fiskur. Veiði virðist vera að glæðast aftur þar eftir smá bakslag í sólinni og hitanum í 5. viku. Stærsti fiskur vikunnar kom úr Litlasjó og var hann 12 pund.

Einnig virðist vera aukin veiði í Grænavatni og Snjóölduvatni. Hraunvötn fóru yfir þúsund fiska múrinn í vikunni.

Alls hafa 21.722 fiskar veiðst í Veiðivötnum á þessu sumri.

Sjá veiðitölur hér