Enn einn sinubruninn í kvöld

Enn einn sinueldurinn í suðurbæ Selfoss var kveiktur á sjöunda tímanum í kvöld, nú milli Gagnheiðar og Úthaga.

Slökkviliðið á Selfossi hefur ítrekað verið kallað út á síðustu dögum til að slökkva elda sem kveiktir hafa verið á þessu svæði.

Lögreglan sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem foreldrar á Selfossi eru hvattir til þess að líta til með börnum sínum en grunur leikur á að sinubrunarnir séu af völdum barna eða unglinga. Lögreglan fékk ábendingar í dag um að sést hafi til drengs í svartri hettupeysu á vettvangi sinubruna við Berghóla í dag um kl. 15:20. Samkvæmt heimildum sunnlenska.is fannst kveikjari á vettvangi.

Fyrri greinÍtrekaðar íkveikjur í sinu í íbúðarhverfi
Næsta grein„Selfoss á heima í efstu deild“