Enn ein metvikan í Veiðivötnum

Þriðju vikuna í röð var slegið aflamet í Veiðivötnum og enn og aftur er besta veiðin í Litlasjó.

Alls komu 2.324 fiskar á land í 7. viku sem er besta veiðin í 7. viku frá upphafi talninga. Úr Litlasjó komu 718 fiskar en einnig veiddist vel í Stóra Fossvatni, 243 fiskar.

Þar var opnað fyrir veiði með beitu á Síldarplaninu 1. ágúst eins og undanfarin ár. Að öðru leiti er áfram aðeins leyfð veiði með flugu í Stóra Fossvatni.

Í Ónefndavatni veiddist 10,4 punda urriði í vikunni.

Sjá nánari veiðitölur.

Fyrri grein„Áttum skilið stig“
Næsta greinFerðamönnum bjargað úr Krossá