Enn dregst að fá svar frá Svandísi

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að enn séu nokkrar vikur þar til hún svari Skaftárhreppi um mögulegan frest á að gangast undir nýjar reglur um mengun sem urðu til þess að loka varð sorpbrennslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri í byrjun desember í fyrra.

Sveitarfélagið hefur lagt fram óskir til ráðherra þess efnis að mega reka stöðina áfram um nokkurn tíma uns hægt verður að festa kaup á nýjum sorpbrennslubúnaði sem stenst nýjar kröfur.

Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður tók málið til umræðu á Alþingi á mánudag, og gagnrýndi seinagang ráðherra á að svara sveitarstjórn í þessu máli, ekki síst útfrá þeirri staðreynd að hætt hefði verið notkun sundlaugarinnar á Klaustri í kjölfar lokun stöðvarinnar og þar með sundkennslu við grunnskólann.

Fyrri greinSigurður og Loki sigruðu með yfirburðum
Næsta greinBlóðheitar ástríður í Þorlákshöfn