Ennþá öskusprengingar í gígnum

Gosið í Eyjafjallajökli er svipað og í gær. Enn eru öskuprengingar í gígnum.

Ekki hefur sést til gígsins eða hrauns þar sem lágskýjað er en gosmökkurinn stígur í um 4 km hæð og leggur til vesturs í hægri austanátt.

Lítilsháttar öskufall hefur verið til vesturs og hefur fíngerð aska fallið á Hvolsvelli.

Fyrri greinÞrír handteknir á Selfossi
Næsta greinVíkingahátíð í Reykholti