Ennþá kroppast úr Ytri-Rangá

Veiðimenn eru enn að egna fyrir laxinum í Ytri-Rangá og hafa aflabrögð verið góð þrátt fyrir misgóð skilyrði.

Í gær komu níu laxar á land í Ytri-Rangá, þrátt fyrir töluverðan kulda og dreifðust þeir nokkuð yfir ánna.

Gaddstaðabreiðan hefur verið að gefa ágætlega sem og Tjarnarbreiða og Gutlfossbreiða, einnig veiddust einhverjir laxar niður við Straumey.

Hluti af aflanum undanfarnar vikur hefur verið bjartur og nýlega gengin lax, enda virðist laxinn ganga í ánna alveg fram í desember.

Rangárnar eru nú komnar í tæplega tíu þúsund laxa en veitt er í ánum út október.

Fyrri greinSkór á bókasafninu
Næsta greinSautján fasteignir seldar í september