Ennþá kraumar í katlinum

"Þyrluþjónustan hefur verið að fljúga þarna yfir síðan í morgun og þeir segja gosið ekki búið. Það kraumar þarna ennþá en þetta er miklu minna en áður," sagði lögreglan á Hvolsvelli í samtali við sunnlenska.is.

Þokkalegt útsýni er nú að gosstöðvunum en samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekkert skyggni á Mýrdalsjökli og enginn á ferðinni. Lögregla og björgunarsveit munu halda að gosstöðvunum í kvöld í könnunarferð.