Engir peningar í ár

Eignarhaldsfélag Brunabótafélag Íslands hefur greint frá því að staða EBÍ hafi versnað svo að ekki sé hægt að greiða ágóðahlut til aðildarsveitarfélaga eins og verið hefur undanfarin ár.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur þegar ályktað um þetta þar sem þessi niðurstaða er hörmuð. Það er eitt af meginmarkmiðum EBÍ að félagið standi undir skilgreindum árlegum lágmarks útgreiðslum til sveitarfélaga.