Engir færeyskir dagar um helgina

Færeyskir fjölskyldudagar verða ekki haldnir um verslunarmannahelgina á Stokkseyri í ár.

Það verður aftur á móti færeysk stemmning á Draugasetrinu á föstdags- og laugardagskvöldið en þá mun Jens Guð spila færeyska tónlist af diskum frá 22:00 – 01:00.

Tilboð verður á Draugasetrið og Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið alla helgina.

Kaffiterían á þriðju hæð Menningarverstöðvarinnar á Stokkseyri verður opin frá kl. 10:00 – 18:00 föstudag, laugardag og sunnudag. Þar verða sögustundir og mun listamaðurinn Elfar Guðni vera með sýninguna „Brennið þið vitar“ ásamt málverkasýningu á staðnum.