Enginn um borð í flakinu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Leit með kafbáti í Þingvallavatni seinni partinn í dag hefur leitt í ljós að enginn þeirra fjögurra sem í vélinni voru eru nú inni í flakinu.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst sé að fólkið hafi komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu, en slysstaðurinn er um 1 km frá landi þar sem styst er.

Því hefur svæðisstjórn björgunarsveita hafist handa við að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. Fjörur voru gengnar þar í dag og eru síðustu hópar um það bil að klára sín verk nú í þessum töluðu orðum án þess að það hafi borið árangur.

Leitarhópar hafa verið boðaðir til leitar á morgun á og við vatnið eftir nánara skipulagi svæðisstjórar björgunarsveita. Ljóst er að ef það ber ekki árangur verður ekkert aðhafst þar á mánudag og að líkindum lítið á þriðjudag vegna veðurs.

Fyrri greinSterkur útisigur hjá Hamri-Þór
Næsta greinUnglingalandsmótið á Selfossi skipulagt í þriðja sinn