Enginn til að taka við starfinu

Grétar Hrafn Harðarson, dýralæknir, er hættur sem tilraunastjóri á tilraunastöðinni á Stóra-Ármóti í Flóahreppi en hann hefur starfað þar frá árinu 2000.

„Það er fyrst og fremst vegna langvarandi samdrátts og fjárhagsvandræða hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem hefur yfirumsjón með tilraunum í fjósinu. Það er ekkert gaman að þessu lengur,“ sagði Grétar í samtali við Sunnlenska.

Sökum manneklu hjá Landbúnaðarháskólanum þykir ljóst að enginn muni taka við starfi Grétars.

„Ég er búinn að ráða mig sem starfsmann í hlutastarfi hjá Jötunn Vélum við fóðurráðgjöf og fleiri skemmtileg verkefni, auk þess sem ég mun starfa áfram sem dýralæknir hjá Dýralæknamiðstöðinni á Hellu,“ sagði Grétar ennfremur.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu