Enginn tekinn á nöglum

Lögreglan á Suðurlandi er ekki byrjuð að sekta ökumenn sem aka á nagladekkjum, en frá og með 15. apríl eru nagladekk ólögleg í umferðinni á Íslandi.

„Það stóð til að fara að huga að því að sekta fyrir viku síðan en við höfum ekki farið af stað með það enn enda veður ekki boðið uppá það,“ sagði Þorgrímur Óli Sigurðsson,“ aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

„Mér sýnist allt vera á fullu á dekkjaverkstæðunum þessa dagana svo bílum á nagladekkjum fækkar verulega dag frá degi,“ sagði Þorgrímur Óli ennfremur.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is hafa að minnsta kosti þrjár bílveltur orðið á Suðurlandi síðustu daga þar sem ökumenn hafa misst stjórn á bílum sínum í krapa og hálku.

Fyrri greinRagnar Örn til liðs við Þór
Næsta greinAfhentu ríkissáttasemjara bók um letina