Enginn staðinn að ölvunar- eða fíkniefnaakstri

Ökumenn hafa verið mjög til fyrirmyndar í umferðinni í Árnessýslu undanfarna viku. Enginn var staðinn að ölvunar- eða fíkniefnaakstri og fáir teknir fyrir önnur umferðarlagabrot.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi segir að lögreglumenn hafi verið mjög sýnilegir í umferðinni og rætt við fólk. Niðurstaðan sé gagnkvæm ánægja.

Tilkynnt var um tvær bílveltur um helgina. Önnur var á Hvammsvegi í Ölfusi og hin á Skálholtsvegi. Enginn slasaðist alvarlega í þessum óhöppum.

Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni og einn fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Fyrri greinÞyrla sótti slasaða konu
Næsta greinVeitir ekki af stærri sal