Enginn smitaður á Suðurlandi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Enginn einstaklingur er með staðfest COVID-19 smit á Suðurlandi í dag, en sex einstaklingar eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti.

Staðan hefur ekki verið svona góð á Suðurlandi síðan í byrjun mars.

Þá eru 197 í skimunarsóttkví eftir að hafa farið í skimun á landamærunum.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinÖflugt handboltapar á Selfoss
Næsta grein„Búnir að bíða eftir þessu síðan í ágúst“