Enginn slasaðist þegar rúta fór útaf

Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni var kölluð út síðdegis í dag til að aðstoða við að koma rútu, sem fór útaf við Hjálmsstaði, upp á veg aftur.

Enginn slys urðu á fólki á fólki í óhappinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hálka og skafrenningur á Hellisheiði. Hálkublettir eru á Sandskeiði og í Þrengslum. Hálkublettir og skafrenningur er við Ingólfsfjall. Þæfingsfærð er á Lyngdalsheiði og flughálka er á Suðurstranda- og Krísuvíkurvegi

Fyrri greinReykdal Máni vann málið gegn ríkinu
Næsta greinViðar Örn til Vålerenga (Staðfest)